Bráðnun - Smeltevand í Ketilhúsinu

smeltevand.jpg

Bráðnun - Smeltevand
Sýningin Bráðnun (smeltevand) er samsýning 10 norrænna listakvenna opnaði í Ketilhúsinu Menningarmiðstöðinni í Listagili, Akureyri þ. 19. júní kl. 17.00. og stendur til 6. júlí. Opið 13-17 alla daga nema mánudaga.

Fimm íslenskar listakonur sem allar starfa að listsköpun á Akureyri eru þátttakendur: Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefari, Hrefna Harðardóttir og Sigríður Ágústsdóttir leirlistarkonur, Anna Gunnarsdóttir textíl, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafík og svo eru: Mette Strøm frá Noregi, Anette Andersen, Heidrun Sørensen, Else Marie Gert Nielsen, Inge-Lise Busacke frá Danmörku.
Listsýning þessi er haldin í tengslum við "Alþjóðlegt heimskautaár"  sem nú stendur yfir í heiminum og reyna listakonurnar að túlka þeirra sýn á hlýnun jarðar, bráðnun jökla, hækkandi sjávarstöðu m.a. í grafík, textíl- og leirverkum. Smeltevand var sett upp í Grænlandshúsinu í Kaupmannahöfn í september-nóvember 2007 og í Menningarmiðstöðinni í Greve í Danmörku í janúar- febrúar sl. og fékk bæði mjög góða blaðadóma og mikla aðsókn.

smeltevand1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband