20.6.2008 | 13:49
Leiðsögn um sýninguna GREINASAFN og lautarferð
GREINASAFN : Sunndag 22.06.08 kl.15.00
Leiðsögn um sýninguna og lautarferð
Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listahátíð í Reykjavík
Anna Líndal / Bjarki Bragason / Hildigunnur Birgisdóttir
// // // Sunnudaginn 22. júní klukkan 15.00 verður leiðsögn um sýninguna Greinasafn, á Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2008, og er samstarf Önnu Líndal, Bjarka Bragasonar og Hildigunnar Birgisdóttur, sem munu sjá um leiðsögnina. Greinasafn vinnur með umhverfi Safnasafnsins og rannsakar m.a. söfnun og ferlið sem á sér stað innan hennar. Greinasafn byggir á rannsóknum á bæjarlæknum Valsá, sem streymir framhjá safninu, óveðri sem sleit upp gamalt tré í skógræktarreit, og því sem á sér stað þegar óreiðu er staflað upp í djúpum miðlunarlónum með stíflurof í huga.
// // Eftir leiðsögnina verður farið í lautarferð í mögnuðu þúfubarði sem stendur við hlið safnsins, drukkið prímuskaffi og snæddir ástarpungar úr Húnaflóa.
Allir velkomnir.
// http://listahatid.is/default.asp?page_id=7679&event_id=5420
// www.safnasafnid.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.