18.6.2008 | 06:52
Hannah Kasper opnar í galleríBOXi
galleríBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
Laugardaginn 21. júní klukkan 16:00 opnar Hannah Kasper í BOXinu. Hannah er gestalistamaður í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Sýningin stendur til 29. júní. Opið er alla laugardaga og sunnudaga frá 14:00 til 17:00.
"Innblásin af draumum, bíómyndum, gömlum byggingum, bernskuminningum og ímyndunum eru málverk Hönnuh Kasper af yfirgefnu innanhúsrými laustengd atburðarrás í ímynduðu ævintýri. Samhengi ævintýrisins ræðst af nærveru óséðrar söguhetjunnar sem er í stöðugri leit að einhverju eða einhverjum. Viðfangsefni málverkanna eru leikmunir sem tengjast atburðarrás sögunnar og gjarnan minningum, draumum eða ótta listamannsins. Rýmið er notað til að búa til leiksvið þar sem áhorfendur geta nýtt sér sjónrænar vísbendingar sem gefnar eru og skapað þær frásagnir sem þeir vilja.
Hér er á ferðinni hugleiðing um hið yfirgefna og jafnframt afneitun vitræns raunsæis en einnig samspils ljóss og sjónarhorns. Málningin er lagskipt og stundum skafin upp til að afhjúpa teikninguna eða yfirborð viðarins sem er undirliggjandi eins og beinagrind yfirgefinnar byggingar eða þokukenndrar minningar.
Ákvörðunin um að myndgera umhverfi sem byggist á ímyndunarafli umbreytir rýminu af meðvitaðu óraunsæi.
Hannah Kasper er fædd í New York 1981. Hún útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi og er með BFA gráðu í málaralist úr Tyler School of Art í Philadelphia og Róm"
www.artistsstudio.blogspot.com
Jóna Hlíf
6630545
--
galleriBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.