Sýningin HLASS opnar á Halstjörnunni í Öxnadal

H L A S S

Opnun 20.06.2008
18:00-20:00
21.06 - 21.07 2008

Hlynur Hallsson // Huginn Arason // Jóna Hlíf Halldórsdóttir // Karlotta Blöndal // Karen Dúa Kristjánsdóttir // Níels Hafstein // Unnar Örn Jónsson Auðarson

Gjörningur // Habbý Ósk

21:00 Uppákoma // Gunnhildur Hauksdóttir

Halastjarna veitingahús kynnir:

22:00 SÚKKAT + Fiskisúpa = 1.500 krónur

Súpan er framreidd á milli 18:00-22:00
borðapantanir í síma 461 2200

Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenjulegan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúrudýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni. Hlaðan stendur í dag að miklu leyti ónýtt en með því að halda þar sýningu er hægt að sýna möguleikana sem felast í þessum ónýttu rýmum til sýningarhalds eða annarra viðburða, en þannig er farið með fleiri hlöður á landinu en að Hálsi. Þannig er hægt að glæða þær lífi og skapa úr þeim nýtt umhverfi, og koma þannig lífi í þessar undirstöður sveita landsins. Það er þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum dregur fólk að, og sáir skapandi frjókornum í huga þeirra sem þangað koma. Þannig ganga gömul rými oft í endurnýjun lífdaga og fá á endanum nýtt hlutverk eftir að listamenn hafa bent á möguleikana sem í því felast.

www.hlass.blogspot.com

Verkefnastjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545

Sonja Lind Eyglóardóttir (Húsfreyja á Halastjörnu Veitingahúsi)
sími 4612200


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband