LANDSLAGSLISTAVERK OG LISTASMIÐJA FYRIR BÖRN

attachment_562073.jpgTveir Norrænir Flækingar – listakonurnar Gunn Morstoel og Helen Molin hafa lent í Eyjafirði. Þær eru að setja upp landslagslistaverk við Kaupang í Eyjafjarðarsveit.

Fimmtudaginn 12. júní kl. 20:00 verður opnun og kynning á verkum þeirra og vinnu í Deiglunni á Akureyri.  Allir velkomnir.

Föstudaginn 13. júní  ætla Gunn & Helen að halda listasmiðju fyrir börn á aldrinum 7-16 ára á Öldu í Eyjafjarðarsveit (24 km frá Akureyri). Smiðjan heitir „Svart/hvítar öskjur“ og er hluti af Staðfugl – Farfugl verkefninu. Námskeiðið kostar kr. 2000,- á mann. Norræni menningarsjóðurinn kostar rútuferð frá og til Akureyrar og efniskostnað vegna námskeiðsins. Listasmiðjurnar verða kl. 10.00 og kl. 14.00. Bókanir í síma 892 6804 hjá George Hollanders.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri!

fugl.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband