Inga Björk Harðardóttir opnar í Dalí Gallery föstudaginn 16. maí

ingabjork.jpg

Inga Björk Harðardóttir opnar myndlistasýninguna Brýr í DaLí Gallery föstudaginn 16. maí kl. 17-19. Inga sýnir stórar landslagsmyndir málaðar með olíulitum. Myndirnar eru hluti af útskriftaverki Ingu Bjarkar frá Myndlistaskólanum á Akureyri, en útskrift hennar fór fram í gærkvöldi. Sýningin stendur til 31. maí

Inga Björk um verk sín:

Brýr eru táknrænar og á lífsleiðinni förum við yfir margar slíkar. Frá bernsku til fullorðinsára verða á vegi okkar hindranir og erfiðleikar sem við verðum að yfirstíga - þær brýr eins og hinar raunverulegu eru mislangar og misgreiðar yfirferðar.

Mér þykja gamlar brýr sérstaklega fallegar. Bogalínur og fallegar steinhleðslur skapa skemmtilegt samspil ljóss og skugga, svo eru gömlu brýrnar smám saman að hverfa, þær molna og gróðurinn flæðir yfir.

Inga Björk Harðardóttir s.8621094

Dagrún og Lína í DaLí Gallery
http://daligallery.blogspot.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband