Þorsteinn Gíslason sýnir „Andans flug“ í Gallerí Víð8ttu601

Gallerí Víð8tta601 opnar sýninguna „Andans flug“ í Leirutjörn á Akureyri laugardaginn 10.maí kl.14:00.

Þorsteinn Gíslason (Steini) sýnir þar skúlptúr/innsetningu í nyrðri hólmanum í tjörninni. Verkið samanstendur af bókum sem þátttakendur skrifuðu hugsanir sínar í á 14 daga tímabili, listamaðurinn mótar bækurnar  og festir á misháar stangir í hólmanum þannig að frá landi séð verða bækurnar eins og fuglahópur sem er að hefja sig til flugs. Hugmyndin að baki verkinu er sú að fá að láni hugsanir ólíkra einstaklinga á fjórtán daga skeiði í ævi þeirra,  fanga þær á einn stað í ákveðinn tíma og láta þær endurtaka sig aftur og aftur.

Þátttakendur í sýningunni eru:

Jón Ásgeir Kalmansson siðfræðingur

Ingibjörg María Gísladóttir guðfræðingur

Hólmfríður María Þorsteinsdóttir grunnskólanemi

Guðný Ketilsdóttir verslunarstjóri

George Hollanders leikfangasmiður

Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur

Olov Tällström myndlistamaður

Helgi Þórsson hljómlistamaður

Dagrún Matthíasdóttir myndlistamaður

Aníta Jónsdóttir námsráðgjafi

Bjartur Hollanders leikskólanemi

Baldvin Ringsted myndlistamaður

Hlynur Hallsson myndlistamaður

Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi

 

Andans flug er styrkt af Menningarráði Eyþings og RARIK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband