Steingrímur Eyfjörð, Ragnar Kjartansson og Margrét H. Blöndal tilnefnd til Sjónlistarverðlaunanna 2008

sjonlist2007_2mai

Tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2008  voru kynntar í Reykjavík í gær. Fyrir hönnun eru tilnefnd Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári, Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýningu sína Stólar og Sigurður Eggertsson fyrir verk sín í grafískri hönnun frá árinu 2007 en þar var umfangsmest verkið Sequences.

Í myndlist eru tilnefnd Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007, Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu og Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.

Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna.  

Sex listamenn eða hópar listamanna sem starfa að jafnaði saman, hljóta tilnefningu á tveimur sviðum, myndlist og hönnun, fyrir framlag sitt til greinarinnar á tólf mánaða tímabili áður en tilkynnt er um tilnefningar. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem sýna verk sín á tímabilinu, eða kynna þau með öðrum hætti, koma til greina við tilnefninguna.

Tveir úr þeirra hópi hljóta Sjónlistaorðuna, auk peningaverðlauna að upphæð 2.000.000 kr. hvor. Heiðursorðu Sjónlistar hlýtur myndlistarmaður eða hönnuður ár hvert fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna. Sjónlistaverðlaunin verða afhent í Flugsafni Íslands á Akureyri 19. september.

(Myndin er frá tilnefningunni í fyrra.)


mbl.is Tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var persónulega mest hrifin af sýningu Ragga Kjartans af þessum þremur en góðar tilnefningar, eiga það allar skilið.

Ragga (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband