Sigurlín M. Grétarsdóttir - Lína opnar sýninguna "HVERFUL NÁTTÚRA" á Veggverk á Akureyri laugardaginn 10. maí

veggverk.jpg

VeggVerk

Sigurlín M Grétarsdóttir - Lína opnar sýninguna "HVERFUL NÁTTÚRA" á Veggverk á Akureyri laugardaginn 10. maí.

Á Veggverk ætlar Lína að mála röndótt þrívíddarverk sem maður getur ímyndað sér að sé einskonar landslag. Þar er hún að fjalla um  hvað við mannfólkið erum að fjarlægast náttúruna þar sem má túlka þjóðfélagið í dag sem hálfgerðan sýndarveruleika.

,,Ég er að fjalla um hve hverful náttúra okkar er og hver birtingarmynd hennar er í mannskepnunni og hvað hún er síbreytileg. Hvernig sýndarveruleiki mannsins endurspeglar náttúru okkar og að maðurinn hverfur meira á vit sýndarveruleikans.

Náttúran sjálf er hverful og kröftug. Við höfum reynt að beisla hana um leið og við lifum í sátt og samlyndi við hana. Er sýn okkar á stórkostlega náttúruna að hverfa á vit sýndarveruleikans? Erum við ennþá náttúrubörn eða börn sýndarveruleika og eigin hverfulleika? Getum við virkjað okkar innri náttúru í stað þess að fórna náttúru landsins?"

Lína útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri 2007. Þar á undan hafði hún stundað nám við Iðnskólann í Hafnarfirði í 3 ár á hönnunarbraut og útskrifaðist þaðan sem tækniteiknari.

Lína er annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri ásamt listakonunni Dagrúnu Matthíasdóttur.

Lína tekur á móti gestum í tilefni opnunar Veggverks á DaLí Gallery, Brekkugötu 9 kl. 17:00-20:00

www.veggverk.org

Sýningarstjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir

sími. 6630545


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband