7.5.2008 | 13:47
VORSÝNING 2008
Þrítugasta og fjórða starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Fjörutíu og fjórir nemendur stunduðu nám í dagdeildum skólans og af þeim munu sautján brautskrást frá skólanum að þessu sinni. Þrír sem grafískir hönnuðir, Friðlaugur Jónsson, Karl Halldór Reynisson og Margrét Ingibjörg Lindquist. Þrír sem myndlistarmenn, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Inga Björk Harðardóttir og Margeir Sigurðsson. Ellefu úr fornámsdeild, Berglind H. Helgadóttir, Bjartur Karlsson, Dagrún Íris Sigmundsdóttir, Guðrún Eysteinsdóttir, Gunnar Rúnar Guðnason, Heiða Erlingsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Sindri Smárason, Unnur Jónsdóttir og Þuríður Sverrisdóttir
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14:00 til 18:00 laugardag, sunnudag og mánudag, annan í hvítasunnu.
Heimasíða skólans: www.myndak.is
VORSÝNING 2008
Myndlistaskólinn á Akureyri.
Opin helgina 10. - 12. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menntun og skóli, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.