Þjónustumiðstöðin Marína

image001

Fyrirhugað er að opna þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri undir heitinu Marína.  Áhersla verður lögð á að mæta þörf á miðstöð fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa sem heimsækja Akureyri.  Markmið þjónustumiðstöðvarinnar er að kynna íslenska matarmenningu og menningararfleifð þá er leynist í handverki Íslendinga.  Mikill metnaður verður lagður í vel framsetta minjagripaverslun sem skal skarta handgerðum íslenskum munum eins og frekastur er kostur.  Sjá nánar um verkefnið www.marina.is

Opnun miðstöðvarinnar verður í lok maímánaðar.  Skipulagning er í fullum gangi og verður leitast við að skapa eins þjóðlegan anda í vöruvali og kostur er.

Nú auglýsi ég eftir aðilum með vandaðar vörur í þjóðlegum anda sem gætu passað í vöruúrvalið.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst, ábendingar vel þegnar.
Með kveðju
Dóróthea Jónsdóttir
s. 864-3633
marina(hjá)marina.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband