Guðrún Vera opnar sýninguna ,,Áhorfandi” í Deiglunni á laugardag

svalir

Laugardaginn 26. apríl kl.14-17 opnar myndlistakonan Guðrún Vera sýningu sína ,,Áhorfandi” í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri.


Guðrún Vera um sýninguna Áhorfandi:

Áhorf er gagnvirkt. Sá sem horfir og það sem horft er á horfir í raun til baka.

Þannig hugsa ég listaverk. Sem ígildi áhorfanda.

Listaverkið er staður þar sem áhorfandinn sér sjálfan sig því það beinist að honum sjálfum.

Á milli listaverks og áhorfanda skapast rými. Annars vegar rými sem er mælt í fjarlægð á milli hlutar og manneskju og hins vegar innra rými, sálræn tenging gegn um upplifun.

Ég hef unnið með þetta rými síðan ég mótaði minn fyrsta áhorfanda árið 1996, sem situr á svölum, áhugalaus og daufur í bragði.

Fyrir sýninguna í Deiglunni kviknaði forvitni að sjá hvar áhorfandinn er staðsettur þegar listaverk horfir á listaverk, ígildi áhorfanda gengt ígildi áhorfanda.

http://this.is/veransu/vera
S.8633763
http://www.listagil.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband