Sveinbjörg Hallgrímsdóttir opnar sýningu á bókasafni Háskólans á Akureyri

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir opnar sýningu á nýjum handþrykktum tréristum á bókasafni Háskólans á Akureyri laugardaginn 12. apríl  kl. 14.00 – 17:00.
Sýningin mun standa til 16. maí næstkomandi

Í verkum sínum fjallar hún um höfuðprýði Íslands, hálendið og jöklanna sem hægt og bítandi bráðna og renna út í sandinn.

Sveinbjörg útskrifaðist frá kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og aftur frá málaradeild sama skóla 1992.  Hún var einnig við nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur 1986-1990.
Frá árinu 1992 hefur Sveinbjörg verið með eigin vinnustofu.  Í dag rekur hún vinnustofu og sýningaraðstöðu í Svartfugli og Hvítspóa ásamt Önnu Gunnarsdóttur í miðbæ Akureyrar.
Sveinbjörg á að baki 11 einkasýningar og fjölda samsýninga heima og erlendis.
Hún er félagi í grafíkfélaginu Íslensk Grafík og Sambandi íslenskra myndlistarmanna, SÍM.
Sveinbjörg er einnig meðlimur í dönsku grafíksamtökunum Fyns Grafiske Værksted í  Óðinsvéum.
Sveinbjörg var valin bæjarlistamaður Akureyrar 2004 og listamaður Stíls 2007- 2008.

Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8:00 – 18:00 og á laugardögum frá 12:00 – 15:00.  Eftir 10. maí er einungis opið virka daga frá 8:00-16:00

Allir eru velkomnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband