Föstudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu: Hrafnkell Sigurðsson í nítján ár

circulator

Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður, mun flytja fyrirlestur um list sína í Ketilhúsinu á  Akureyri föstudaginn 11. apríl, kl 14.50. 

Dagskráin er hluti af „Fyrirlestrum á vordögum“, sem eru fjórir fyrirlestrar um efni sem tengjast listum og menningu. Þeir eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut skólans í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili.

Hrafnkell Sigurðsson hlaut sjónlistarverðlaunin 2007 fyrir verk sitt Áhöfn og fyrir innsetninguna Athafnasvæði.

Í verkum sínum fjallar Hrafnkell um tengsl náttúru og manns. Þar spinnast saman þættir úr rómantík og módernisma sem á stundum vísa til ritúala. Hið skíra yfirbragð sem virkar í fyrstu fjarlægjandi gefur verkunum nálægð. Yfirborð umhverfist í innri heima og í meðförum listamannsins breytist óreiðan í samhverfu. Hin rómantíska sýn á hið upphafna sem einkennist af samfellu ógnar og heillunar tekst á við hið hversagslega sem birtist í formi líkamans, en hann er hvorttveggja í senn, fulltrúi óreiðu og jafnvægis.

Hrafnkell var einn af stofnendum listframleiðslufyrirtækisins Oxsmá þar sem hann var rokksöngvari þar til starfsemin var lögð niður í kringum 1985.

Fyrirlesturinn mun standa í um eina klukkustund.
Aðgangur er ókeypis.
Allir velkomnir

Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband