Jón Laxdal Halldórsson opnar sýninguna “Úr formsmiðju” á Karólínu Restaurant

jón.laxdal

Jón Laxdal Halldórsson

Úr formsmiðju

01.03.2008 - 05.09.2008     

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
 

Karólína Restaurant // www.karolina.is 

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755 

 

ÚR FORMSMIÐJU

Laugardaginn 1ta mars kl.14.00 verður skipt um myndir á Karólínu Restaurant. Í stað mynda Brynhildar Kristinsdóttur hengir Jón Laxdal Halldórsson upp nokkur klippþrykk eða þrykkklipp frá árinu 1992 þegar formsmiðja hans var hvað afkastamest.
Á skörinni hanga svo þrjár ögn stærri gamaldags klippimyndir sem eru frumgerðir formanna niðri. Auk þess verða, gestum til gamans og umþenkingingar, borin fram nokkur spakmæla og teiknimyndatrog alveg ný á nálinni.

Allir hjartanlega velkomnir

Sýningin á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 5. september 2008.

Laugardaginn 1. mars  klukkan 14 opnar einnig sýning Unnar Óttarsdóttur á Café Karólínu.

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband