Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar sýninguna BLÍÐLYNDI í galleriBOXi á laugardag

tótu-teppi-02_1

Ný sýning í galleriBOXi á laugardag

ÞÓRUNN E. SVEINSDÓTTIR opnar sýninguna BLÍÐLYNDI

laugardaginn 19.janúar kl.16:00

 

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir hefur unnið við leikhús í um tvo áratugi en einnig gert búninga fyrir sjónvarp, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og kvikmyndir. Hún  gerði t.d. búninga fyrir kvikmyndirnar 101 Reykjavík, Ikingut og Hafið. Henni voru veitt Grímuverðlaunin 2004 - Íslensku leiklistarverðlaunin fyrir bestu búninga ársins í sýningu Vesturports á Romeó og Júlíu.  Meðal leiksýninga sem Þórunn hefur unnið búninga fyrir við Þjóðleikhúsið eru Gauragangur, Snædrottningin, Taktu lagið Lóa, Sjálfstætt fólk og Krítarhringurinn í Kákasus. Nýleg verkefni Þórunnar við Þjóðleikhúsið eru búningar fyrir Rambó 7 og fyrir Klaufa og kóngsdætur (H.C. Andersen), en fyrir þá búninga var hún tilnefnd til Grímunnar 2005. Nýjustu verk hennar innan Þjóðleikhússins eru Umbreyting, Stórfengleg!, Sitji guðs englar, Leitin að jólunum, Leg og nú er í vinnslu Baðstofan, sem frumsýnd verður í febrúarbyrjun og unnin er af sama hópi og gerði Leg, en fyrir þá sýningu fékk hún Grímuna og kosin Búningahöfundur ársins 2007. Á Listahátíð 2007 var hún einn höfunda leiksýningarinnar Gyðjan í vélinni sem vakti mikla athygli, fékk mjög lofsamlega umfjöllun og var tilnefnd ein besta sýning ársins.

Frá unglingsárum hefur Þórunn fundið útrás listsköpunar í teppasaumi og óhætt að fullyrða að þar hefur hún þróað sérstakan og persónulegan stíl. Eftir hana liggja mörg hundruð teppi hérlendis og erlendis, en hér er eru nú sýnd örfá af nýjustu teppunum hennar.

Sýningin stendur til 3.febrúar.

Opið er laugardaga og sunnudaga frá 14-17.


--
galleriBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com

Brynhildur 6922959
Gitte 8945431
Jóna Hlíf 6630545
Karen 6699373

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband