3.12.2007 | 23:11
Til hamingju Mark Wallinger
Mark Wallinger er vel að Turnerverðlaununum kominn og verkið hans "State Britain" er afar pólitískt og krassandi. Það er einnig til fyrirmyndar að þessi stærstu myndlistarverðlaun sem veitt eru á Bretlandi (og þó víðar væri leitað) skuli vera afhent að þessu sinni utan höfuðborgarinnar London. Sýningin og verlaunaafhendingin fór fram í Liverpool. Hér á Íslandi eru Sjónlistaverðlaunin að einhverju leyti sambærileg Turner verðlaununum, nokkrir listamenn tilnefndir og þau setja upp sýningu og svo er einn valinn. Íslendingar eru aðeins framsæknari því Sjónlistaverðlaunin hafa frá upphafi verið staðsett utan höfuðborgarinnar, nefnilega hér á Akureyri en ef til vill verða þau einhvertíma afhent á Seyðisfirði, í Hafnarfirði eða jafnvel í Reykjavík.
Hér eru nokkrir tenglar fyrir þá sem vilja kynna sér Turner verðlaunin, Mark Wallinger og verkin hans betur.
Mark Wallinger hlaut Turnerverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.