Tvær opnanir í Listasafninu 9. febrúar

51218480_2227327233955773_2721208080934109184_n.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 9. febrúar kl. 15 verða fyrstu tvær sýningar ársins opnaðar í Listasafninu: sýning Tuma Magnússonar, Áttir, og samsýning Margrétar Jónsdóttur og Kristínar Gunnlaugsdóttur, SuperBlack.

Tumi Magnússon (f. 1957) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og AKI í Enschede, Hollandi.

Í byrjun ferilsins notaði Tumi fundna hluti, ljósmyndir, teikningar og 8 mm kvikmyndir í verk sín.  Þetta leiddi hann til málverks í hlutbundnum stíl í byrjun 9. áratugarins. Á tíunda áratugnum þróaðist vinnan meira í átt að hugmyndalegu málverki og málverkainnsetningum heldur en málverki í hefðbundnum skilningi. Í lok áratugarins var vinna með tíma og rými orðin eitt aðalviðfangsefni verkanna. Tumi hélt þessum rannsóknum áfram á nýrri öld, en þá í formi innsetninga, ljósmyndaverka, og vídeó-/hljóðinnsetninga þar sem mynd og/eða hljóð er sett fram sem rýmisviðburður. 

Grunntónn verkanna á SuperBlack er svartur. Hugmyndin er fengin frá nýuppgötvuðum svörtum lit, Vantablack, sem lýsir algjöru tómi. Í þessu tómi velkjast tilvistarspurningar nútímamannsins: Hvar við stöndum gagnvart náttúrunni og okkur sjálfum?

Svört leirverk Margrétar Jónsdóttur (f. 1961) minna á svarta sanda og hraunbreiður Íslands. Þau velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama; með líffæri eins og okkar eigin.

Í verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur (f. 1963) minnir myndmálið á tíma barokksins þar sem vestræn menning stóð andspænis uppgjöri. Í verkunum skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunnar og hnignunarinnar. Þau endurspegla háska samtímans og stöðuga þörf manneskjunnar til að taka ábyrgð á eigin líðan og lífi.

listak.is

51710816_2227335810621582_3356723104549175296_n.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-lht6-1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband