Suðsuðves - útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67

50491127_777482865940461_3684814531009183744_o.jpg?_nc_cat=105&_nc_ht=scontent-arn2-1

Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Allir eru hjartanlega velkomnir á samsýningu þeirra suðsuðves í Segli 67, þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna. Opnun suðsuðves fer fram milli 15 og 18 laugardaginn 26. janúar en sýningin mun jafnframt standa opin sunnudaginn 27. janúar frá 14 til 17.

Listamenn:

Anna Margrét Ólafsdóttir, Bernharð Þórsson, Harpa Dís Hákonardóttir, Hákon Bragason, Helena Margrét Jónsdóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir, Hjördís Gréta Guðmundsdóttir, Jóhann Ingi Skúlason, Jóhanna Rakel, Katla Rúnarsdóttir, María Rún Þrándardóttir, Nína Kristín Guðmundsdóttir, Ólöf Björk Ingólfsdóttir, Óskar Þór Ámundason, Patricia Carolina, Salka Rósinkranz, Sigrún Erna Sigurðardóttir og Valey Sól.

Styrktar- og samstarfsaðilar Listaháskóla Íslands eru Alþýðuhúsið á Siglufirði, Aðalbakarí, Fjallabyggð, Húsasmiðjan, Kjörbúðin, Norðurorka, Ramminn hf., Segull 67, Torgið og Uppbyggingasjóður Eyþings.

https://www.facebook.com/events/391800788060047


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband