Joris Rademaker sýnir ný verk í Mjólkurbúðinni

46076609_10155734226606767_7647288166444957696_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_eui2=AeEoOTRFn1o5_48Je73oytbwMT786IxwuGJNNY0KByFn6UbLlpKEe817gBvqR64ntfODDJ20qElJXpTv98truJOcqBWtqHcy8pJhOYmivFfcgw&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 17. nóvember opnar Joris Rademaker myndlistarsýningu á nýjum verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur yfir í tvær helgar (til 25. nóvember) og er opin frá kl. 14-17 laugar-og sunnudaga. Allir velkomnir. 

Hreyfing er aðal drifkrafturinn í mannkyninu og náttúrunni til að aðlagast nýjum aðstæðum. Joris Rademaker rannsakar og leikur sér með grundvallarþætti náttúrunnar í listsköpun sinni. Að skapa list og að hlusta á innsæi sitt er hans aðferð til að lifa af, ásamt því að fá meiri skilning á umhverfinu og lífinu sjálfi. Hann vonar að mannkynið læri að lifa í sátt við náttúruna en ekki á henni. Joris hefur unnið lengi með fundna hluti, bæði manngerða og beint úr náttúrunni. Verkin eru oftast táknræn og túlka og tjá tilfinningar, samband og tengsl manns og náttúru á persónulegan hátt. Óspillt náttúra Íslands gefur honum sífellt innblástur. Joris vill breyta fundnu hlutunum sem minnst en setja þá í nýtt samhengi.

https://www.facebook.com/events/454574798401026


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband