26.5.2018 | 06:04
Leiðsagnir á vegum Listasafnsins á Akureyri í sumar
Leiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, alla fimmtudaga í sumar kl. 15-15.30 og á ensku kl. 15.30-16. Innifalið í miðaverði.
Fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, laugardagana 26. maí, 23. júní og 11. ágúst kl. 11-12. Aðgangur ókeypis.
Hönnuðarspjall með Anítu Hirlekar verður laugardaginn 30. júní kl. 15. Aðgangur ókeypis.
Í sumar verður einnig boðið upp á leiðsögn um útisýninguna Fullveldið endurskoðað annan hvern laugardag í allt sumar kl. 15-15.45. Þar ganga lista- og fræðimenn með gestum um sýninguna og segja frá verkunum, sem staðsett eru á völdum stöðum í miðbænum. Göngutúrinn hefst við Ketilhúsið hverju sinni.
Aðgangur ókeypis.
Dagskrá:
- 12. maí kl. 15-15.45: Jónína Björg Helgadóttir, myndlistarmaður
- 26. maí kl. 15-15.45: Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur
- 9. júní kl. 15-15.45: Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður
- 23. júní kl. 15-15.45: Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur
- 7. júlí kl. 15-15.45: Þorlákur Axel Jónsson, sagnfræðingur
- 21. júlí kl. 15-15.45: Rebekka Kühnis, myndlistarmaður
- 4. ágúst kl. 15-15.45: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður
- 18. ágúst kl. 15-15.45: Gunnar Kr. Jónasson, myndlistarmaður
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.