15.5.2018 | 21:51
Aníta Hirlekar sýnir í Listasafninu á Akureyri
Aníta Hirlekar
Bleikur og grænn / Pink & Green
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús / Akureyri Art Museum, Ketilhús
19. maí - 16. september 2018 / May 19th - September 16th 2018
Þér og þínum er boðið á opnun sýningar Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, laugardaginn 19. maá kl. 15 og þiggja léttar veitingar.
You are kindly invited to attend the opening of Aníta Hirlekar´s exhibition, Pink & Green, Saturday May 19th at 3 pm.
Ávarp flytur / Adress from:
Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri / Museum director.
Fjölskylduleiðsagnir um sýninguna með Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur, fræðslufulltrúa, laugardagana 26. maí, 23. júní á Jónsmessu og 11. ágúst kl. 11-12.
Leiðsagnir á íslensku um sýninguna alla fimmtudaga kl. 15-15:30.
Guided tour in English every Thursday at 3.30 - 4pm.
Opið alla daga kl. 10-17.
Open every day 10 am - 5 pm.
Í hugmyndafræði Anítu Hirlekar (f. 1986) sameinast handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Listrænar litasamsetningar og handbróderaður stíll eru áberandi þættir í hönnun hennar.
Aníta lauk BA námi í fatahönnun með áherslu á textílprent 2012 og MA gráðu í textílhönnun fyrir tískufatnað frá Central Saint Martins í London 2014. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði á Íslandi og erlendis, m.a. á tískuvikunni í London og París, Espoo Museum of Modern Art í Finnlandi og í Hönnunarsafni Íslands. Aníta var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2015 og hönnun hennar var í forvali fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2015. Hún hlaut Fashion Special Prize í International Talent Support hönnunarkeppninni á Ítalíu 2014.
Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.
///
The ideology behind Aníta Hirlekars (born 1986) design evolves around the merging of craft and fashion sensibility in a characteristic way. Her designs consist of artistic color combinations and hand embroidered textile with strong focus on rich textures.
Aníta graduated with a BA degree in fashion design with a special focus on print in 2012 and with an MA degree in textile design for fashion in 2014, both from Central Saint Martins in London. She has participated in numerous exhibitions in Iceland and abroad such as London and Paris Fashion Week, Espoo Museum of Modern Art in Finland and Icelands Museum of Design and Applied Art. Aníta was nominated for the DV Cultural Prize in 2015 and the Icelandic Design Awards 2015. Aníta received a Fashion Special Prize in the design-competition International Talent Support in Italy 2014.
Curator: Hlynur Hallsson.
https://www.facebook.com/events/245884626155035/
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.