Sjúkdómar, heklaðir skúlptúrar Jonnu í Kartöflugeymslunni

32430370_10216994798009110_1332351846525698048_n

Á sýningunni SJÚKDÓMAR sýnir Jonna heklaða skúlptúra þar sem hún túlkar sýn sína á sjúkdóma, raskanir og heilkenni þetta er bara byrjunin á þessu verkefni en frá því í janúar hefur hún heklað yfir 60 sjúkdóma og á eftir að halda áfram með þessa sjúklegu sjúkdóma þar til að þeir verða langt yfir 100. Í Janúar 2018 greindist Jonna með sortuæxli í auga og byrjaði þá að hekla sína sjúkdóma en þetta hefur verið einskonar hugleiðsla að geta handfjatlað sortuæxlið sitt og í kjölfarið komu sjúkdóma annarra jafnvel útdauðir sjúkdómar, þarna eru Kvíði, Kæfisvefn, Alsheimer, Streptakokkasýking, Berklar, Svartidauði, Klamidia, Lungnaþemba og allir mögulegir sjúkdómar. Ef þinn sjúkdómur er ekki á sýningunni geturðu skrifað nafnið á honum og hann verður heklaður síðar. Á staðnum verður söfnunarbaukur fyrir Hollvinasamtök SAK. Allir velkomnir. Opnunartími er 14-17 um helgar en 10-16 virka daga. Sýningin stendur til 31. maí

https://www.facebook.com/events/203512003773136/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband