11.5.2018 | 21:36
Leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað
Laugardaginn 12. maí kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað. Jónína Björg Helgadóttir, einn listamannanna sem tekur þátt í sýningunni mun ganga með gestum og segja frá sínu verki og verkum annarra listamanna. Þetta er fyrsta leiðsögnin af mörgum með listamönnum og fræðifólki í sumar. Meðal annarra sem munu vera með stuttar leiðsagnir nokkra laugardaga í sumar eru Þorlákur Axel Jónsson, félagsfræðingur, Snorri Ásmundsson myndlistarmaður, Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur, Rebekka Kühnis myndlistamaður og Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmaður.
Sýningin Fullveldið endurskoðað er úttisýning sem sett er upp á á átta völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Listamennirnir eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Markmiðið með sýningunni er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.
Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið á Akureyri, Ketilhús og svo er gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur.
Sýningin Fullveldið endurskoðað hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands.
Sýningarstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.
Sýningin stendur til 19. ágúst 2018.
https://www.facebook.com/events/207636466691825
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.