Laugardaginn 25. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Kul, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er þriðja árið í röð sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.
Útskriftarsýningin stendur til 3. desember og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.
Nemendurnir eru Agnes Ísól Friðriksdóttir, Axel Frans Gústavsson, Bjarki Rúnar Sigurðsson, Indíana Líf Ingvadóttir, Kári Ármannsson, Líf Sigurðardóttir, Magnús Amadeus Guðmundsson, Margrét Brá Jónasdóttir, Marian Rivera Hreinsdóttir, Viktor Jort Hollanders, Össur Hafþórsson, Andrea Ósk Margrétardóttir, Elísa Ýrr Erlendsdóttir, Hugrún Eir Aðalgeirsdóttir og Victoria Rachel Zamora.
Mynd: Kári Ármannsson
https://www.facebook.com/events/2004823486400864
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.