Ragnar Hólm sýnir í Deiglunni

RHR-Deiglan2-768x504

B I R T U S K I L

Ragnar Hólm sýnir í Deiglunni

Laugardaginn 18. nóvember kl. 14 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson einkasýningu á nýjum vatnslitamyndum og fáeinum olíumálverkum í Deiglunni.

„Ég er einkum að glíma við impressjóníska túlkun á landslagi í myndunum mínum og reyni að fanga hina íslensku birtu, samspil ljóss og skugga, innrammaða í form náttúrunnar. Það má segja að síðasta árið hafi orðið ákveðin vatnaskil í myndlistinni hjá mér, það hefur eitthvað breyst og e.t.v. eru að koma betur og betur í ljós áhrifin frá hinni norrænu vatnslitahefð sem er ansi kraftmikil og á sér djúpar rætur í norrænni menningu. Vatnslitir njóta mun meiri virðingar á hinum Norðurlöndunum og raunar annars staðar í Evrópu en hér heima. Stundum hefur mér fundist eins og Íslendingar líti á vatnsliti sem eitthvert dúllerí en þeir eru þegar öllu er á botninn hvolft erfiðasti miðillinn þegar fengist er við málverk,“ segir Ragnar Hólm um sýninguna í Deiglunni.

Sýningin er opin frá kl. 14-17 laugardaginn 18. nóvember og sunnudaginn 19. nóvember. Aðeins þessi eina sýningarhelgi.

Deiglan er staðsett í Kaupvangsstræti 23, Listagilinu, Akureyri.

http://listagil.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband