7.9.2017 | 15:43
Fundur fólksins: Er skapandi starf metið að verðleikum?
Listasafnið á Akureyri ásamt Sambandi íslenskra myndlistarmanna tekur þátt í Fundi fólksins í Hofi á Akureyri.
Dagskráin fer fram laugardaginn 9. september kl. 11:00-11:50 á sviðinu í Hamraborg í Hofi.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og myndlistarkonan Rúrí verða í pallborði og velta fyrir sér hvort skapandi starf sé metið að verðleikum auk fleiri spurninga um hvernig hægt sé að efla menningu, lýðræði og gangrýna hugsun í samfélaginu.
Átak SÍM, "Við borgum myndlistarmönnum", hefur verið áberandi og einnig umræðan um listkennslu í skólum. Fjármagn sem fer til menningarmála og mikilvægi menningar fyrir samfélagið verður einnig rætt. Öllum er velkomið að leggja orð í belg og taka þátt í umræðunum.
Sama dag, laugardaginn 9. september kl. 15, opna tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi - Rúrí: Jafnvægi-Úr Jafnvægi og Friðgeir Helgason: Stemning.
Meðfylgjandi mynd er af gjörningnum "Léttvæg tilvistarkreppa" eftir Heiðdísi Hólm á nýafstaðinni A! Gjörningahátíð.
https://www.facebook.com/events/517948458553761
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.