Lifandi Listagil á Akureyrarvöku frá morgni til kvölds

21015824_1300743673384417_2090540027804932695_o

Dagskrá Akureyrarvöku í Listagilinu er fjölbreytt.

Laugardagurinn 26. ágúst 2017.

Kl. 10 Myndlistarfélagið mundar penslana fram eftir degi.

Kl. 10-22 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús er lengur opið í tilefni Akureyrarvöku.

Kl. 11-12 Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni Sumar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk. tilkynna þarf um þátttöku í netfangið heida@listak.is

Kl. 13-15 DJ Vélarnar spilar vel valda tónlist.

Kl. 13-18 Bílaklúbbur Akureyrar sýnir stífbónaðar glæsikerrur.

Kl. 13-22 Í glugga Mjólkurbúðarinnar verða ljóðavídeó ljóðskáldsins Ásgeirs H. Ingólfssonar.

Kl. 13–22 Í Sjoppunni vöruhús er frumsýning á Jóni í Akureyrarvökulit, tilboð á verkum eftir listamanninn Odee.

Kl. 14-18 Í Kartöflugeymslunni opnar listamaðurinn Gunnar Kr. sýninguna Hvískur stráanna. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslumenn Rub 23 sýna listir sínar og leyfa fólki að bragða.

kl: 14-17 Í Deiglunni er sýningin Translations með verkum dönsku listamanna Else Ploug Isaksen og Iben West. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslunemar Bautans standa við grillvagninn og gefa smakk frá Norðlenska.

Kl. 14-16 #fljúgandi - Skúlptúrar og gjörningur á vegum listahópsins RÖSK. Viltu prófa?

Kl. 17-19 Trúbadorinn Einar Höllu spilar allt á milli himins og jarðar.

Kl. 17 Vinningshafar í spurningaleik Listasafnsins kynntir og veittur glaðningur. Sjö skemmtilegar spurningar og ein teikning.

Kl. 17.30 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður ljóðakabarett Ásgeirs H. Ingólfssonar ljóðskálds.

Kl. 19-20.30 DJ Leibbi dustar rykið af gömlu góðu vínylplötunum.

Kl. 20.30-21.00 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður stutt en spennandi leiðsögn með Hlyni Hallssyni safnstjóra.

https://www.facebook.com/events/490853251281476


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband