Verslunarmannahelgin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

20374647_10209553697216067_1209810662553568799_n

Verslunarmannahelgin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði verður eftirfarandi.

Föstudaginn 4. ágúst kl. 16.00 - 19.00 opnar Guðný Kristmannsdóttir sýningu í Kompunni
Föstudaginn 4. ágúst kl. 17.00 verður Paola Daniele með gjörning í Alþýðuhúsinu.
Laugardaginn 5. ágúst kl. 10.00 - 13.00 verður listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið. ( vinsamlegast sendið börn ekki án umsjónar og komið með hamar ef tök er á )
Sunnudaginn 6. ágúst kl. 14.30 - 15.30 munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir ( í Ljósastöðinni) vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki.

Sýning Guðnýar er opin alla helgina kl. 14.00 - 17.00.
Frítt á alla viðburði. Verið velkomin.

Guðný Kristmannsdóttir og Paola Daniele hafa sýnt saman í
Frakklandi og Ítalíu með listamönnum í Hic est Sanguis Meus -The
blood of women. Nú sýna þær saman á Siglufirði, Paola verður með
gjörning en Guðný með teikningar og málverk.

Guðný Þórunn Kristmannsdóttir er fædd 1965 og er uppalin í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi af myndlistarbraut
Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988, stundaði síðan nám við
Myndlista- og handíðarskóla Íslands 1988-91 og brautskráðist þaðan
úr málaradeild. Skömmu síðar flutti hún til Akureyrar þar sem hún
hefur búið og starfað síðan. Guðný var valin Bæjarlistamaður
Akureyrar árið 2010.
Verk Guðnýjar eru að mestu stór olíu málverk unnin á striga og tré.
Einnig vinnur hún teikningar og notar blandaða tækni á pappír, tré
eða tau. Í verkum hennar skipa draumar stóran sess en þar fær innri
og ytri veruleiki oft að renna saman. Áherslan er á sjálfsprottnari
vinnuaðferðir þar sem unnið er án forteikningar þannig að sköpunin,
með öllum þeim efasemdum og bakþönkum sem henni fylgja, eiga
sér stað á myndfletinum. Í hinu ofurviðkvæma sköpunarferli er
nautnin höfð í aðalhlutverki. Hugmyndin um að sköpunin sé
frumstæður kraftur sem kvikni í líkamanum og sé líkamleg nautn
hefur haft mikil áhrif á verk hennar. Ath. heimasíðuna gudny.is

Paola Daniele, choreographer, dancer and performer, native to
southern Italy, she lives and works in Paris. Preciously preserves her
menstrual blood in the freezer for her performances. She has three
main obsessions: the wedding dresses, the anatomy of dolls and
women’s blood that she questions through her artistic approach and
thanks to the collective Hic Est Sanguis Meus – This is my blood, that
she initiated in 2014 in Paris. She interrogates the ambivalent status of
blood in our collective imagination.

Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur fer fram á stéttinni sunnan við Alþýðuhúsið ef veður leyfir. Kl. 10.00 - 13.00 á laugardaginn. Unnið verður með timbur og er fólk því beðið um að koma með hamra ef kostur er. Ekki er ætlast til að börnin komi án tilsjónar.

Að uppgötva
Sagt er að við fæðumst öll með sköpunargáfu og þurfum ekki annað en aðstöðu og smá hvatningu til að virkja hana.
Hugmyndaflug barna er sístarfandi, opið fyrir nýjungum og gagnrýnislaust.
Hjá barni er ekki markmiðið að fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin að skapa.
Sagt er að fyrir fimm ára aldur séum við búin að uppgötva allt það helsta í tilverunni, hita, kulda, ást, hræðslu, hungur, vellíðan, sköpun, fegurð og svo framvegis.
Hvernig getum við þá viðhaldið þeim eiginleika að uppgötva?
Með listsköpun komumst við skrefi nær því marki að uppgötva algerlega á okkar eigin forsendum. Þar eru engar fyrirfram gefnar staðreyndir sem heft geta hugarflug einstaklinga.
Uppgötvun barna tengist ekki endilega raunveruleikanum, heldur alskyns undarlegum hlutum og hugmyndum. Hver kannast ekki við það að sjá óskiljanlega mynd sem barn hefur teiknað, en í huga barnsins er teikningin heilt ævintýri.
Ef umsjónarmenn barna sjá til þess að alltaf sé til hráefni til listsköpunar á heimilinu og í skólanum, blómstrar uppgötvunarhæfileiki barnanna.

Sunnudagskaffi með skapandi fólki fer fram á sunnudaginn kl. 14.30 - 15.30. Þar munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir sem eiga gömlu Ljósastöðina á Siglufirði segja frá Því sem þau eru að gera.
Sunnudagskaffið eru viðburðir sem fara fram í alrými Alþýðuhússins og miðast við að benda á allt það skapandi starf sem fram fer í samfélaginu. Að erindi loknu eru kaffiveitingar.

Uppbyggingarsjóður/Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Egilssíld, Eyrarrósin og Samfélagssjóður Siglufjarðar styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband