Dagrún Matthíasdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

18922802_10154549320027231_115530581580306118_o

Laugardaginn 10. júní kl. 14 opnar myndlistakonan Dagrún Matthíasdóttir sýninguna FLIPP OG FLAKK í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.

Sýninguna FLIPP OG FLAKK byggir Dagrún á listamannadvöl sinni á eyjunni Máritíus, en þar var hún í bænum Flic en Flac og tók þátt í alþjóðlegu verkefni listamanna í apríl á þessu ári, sem var á vegum pARTage listasamtakanna á Máritíus í SA Afríku.

Dagrún var ein 16 gestalistamanna sem voru valin til þátttöku í verkefninu ásamt 15 listamönnum búsettum á Máritíus og var hún sú eina frá Norðurlöndunum.

Dagrún um sýninguna:

,, Ég er svo nýkomin heim að þetta er taka eitt í útvinnslu. Ég varð fyrir miklum áhrifum bæði af umhverfi og menningu eyjunnar og einnig af góðum kynnum við listamenn frá ýmsum ólíkum stöðum í veröldinni. Þessi dvöl á eflaust eftir að fylgja mér áfram í sköpun og hugmyndavinnu svo ég byrja núna á því að sýna ljósmyndaseríu þaðan, myndbandsverk og teikningar. Það má segja að sýningin Flipp og flakk sé einskonar heimildavinna áður en lengra er haldið ".

Dagrún er myndlistakona frá Ísafirði en er búsett á Akureyri. Hún er mjög virk í listalífinu norðan heiða og ötul í sýningarhaldi bæði í einkasýningum og samsýningum. Dagrún hefur vakið athygli á Akureyri með listahópnum RÖSK  og hefur haldið utan um sýningahald listamanna í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri og þar áður í DaLí Gallery þegar það var og hét. Framundan hjá listakonunni er þátttaka í verkefni sem nefnist Kunst i natur, í Noregi í júlí og í ágúst tekur hún þátt í vinnudvöl listamanna í Ungverjalandi. Einnig í  hátíðarhaldi og viðburðum á Jónsmessuhátíð og Listasumri á Akureyri.

Sýningin FLIPP OG FLAKK í Mjólkurbúðinni stendur til 18. júní og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi.

https://dagrunmatt.wordpress.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband