"Sumar / Summer" úrval verka eftir norðlenska myndlistarmenn í Listasafninu á Akureyri

18815416_1491800217508482_3011664555731659522_o

Sumar / Summer
Úrval verka eftir norðlenska myndlistarmenn / Selected works by North Icelandic artists
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Ketilhús
10. júní - 27. ágúst 2017 / June 10th - August 27th 2017

Þér og þínum er boðið á opnun samsýningarinnar Sumar, laugardaginn 10. júní kl. 15 og þiggja léttar veitingar.

You are kindly invited to attend the opening of the Group exhibition Summer, Saturday June 10th at 3 pm.

Eliza Reid forsetafrú opnar sýninguna formlega.
First lady of Iceland Eliza Reid formally opens the exhibition.

Ávarp flytur / Adress from:
Hlynur Hallsson, safnstjóri / Akureyri Art Museum Director.

Leiðsögn með listamanni alla fimmtudaga í sumar kl. 15-15:30:
Guided tour in english with an artist every Thursday during the summer at 3:30 - 4pm:

15/6 Erwin van der Werve
22/6 Arnar Ómarsson
29/6 Bergþór Morthens
6/7 Magnús Helgason
13/7 Sigríður Huld Ingvarsdóttir
20/7 Rebekka Kühnis
27/7 Brynhildur Kristinsdóttir
3/8 Jónína Björg Helgadóttir
10/8 Jónborg Sigurðardóttir
17/8 Auður Ómarsdóttir
24/8 Helga Björg Jónasardóttir

Friðar- og kærleikshugleiðsla með Helgu Björgu Jónasardóttur alla þriðjudaga í sumar kl. 17.
Meditation with Helga Björg Jónasardóttir every Tuesday during the summer at 5pm

Sýningin er opin alla daga kl. 10-17.
The exhibition is open daily 10am – 5pm.

Í janúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í Sumarsýningu safnsins sem stendur yfir dagana 10. júní - 27. ágúst næstkomandi. Alls bárust umsóknir frá 47 listamönnum og yfir 100 verk, en forsenda umsóknar var að listamenn búi og/eða starfi á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið.

Gefin verður út sýningarskrá og reglulega verða leiðsagnir um sýninguna með þátttöku listamannanna. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Haust/Sumarsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðu lífi. Sumarsýning Listasafnsins endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi.

Sérstaklega skipuð dómnefnd valdi verk eftir 21 listamann, en hana skipuðu Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Joris Rademaker, myndlistarmaður, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, og Ólöf Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Aðalsteinn Þórsson, Arnar Ómarsson, Auður Lóa Guðnadóttir, Auður Ómarsdóttir, Árni Jónsson, Bergþór Morthens, Björg Eiríksdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Erwin van der Werve, Helga Björg Jónasardóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Jónborg Sigurðardóttir, Jónína Björg Helgadóttir, Karl Guðmundsson, Magnús Helgason, Rebekka Kühnis, Sara Björg Bjarnadóttir, Sigríður Huld Ingvarsdóttir, Snorri Ásmundsson og Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson.

Sýningin var síðast haldin í Listasafninu á Akureyri haustið 2015. Að þessu sinni er bæði árstíminn og sýningarrýmið annað, þ.e. sumar en ekki haust og Ketilhúsið mun hýsa sýninguna sökum framkvæmda í aðalsýningarými Listasafnsins.

http://www.listak.is/
http://www.listak.is/en/exhibitions/current-exhibitions/summer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband