Safnasafnið 2017

18320471_1766707376678548_6008884314162530682_o

Laugardaginn 13. maí kl. 14.00 heldur Safnasafnið með sköpunargleði og lífsgleði inn í sumarið með 10 nýjum sýningum sem unnar eru í samstarfi við fjölmarga listamenn, Nýlistasafnið (The Living Art Museum), Listahátíðina List Án Landamæra, Grenivíkurskóla, Leikskólann Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðseyri. 
Safnið er opið alla daga frá klukkan 10.00 - 17.00 frá 14. maí til 3. september 2017 

Verið öll hjartanlega velkomin! 

Safnasafnið var stofnað árið 1995 af þeim Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og er staðsett við Svalbarðsströnd í Eyjafirði. Í safneigninni eru verk eftir 323 sjálfmenntaða og lærða listamenn en í heild telur safneignin rúmlega 6.000 listaverk. Innan safnsins er einnig sérstök safndeild, Kikó Korriró-stofa, en þar eru varðveitt um 120-130.000 verk eftir Þórð Guðmund Valdimarsson. 

Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna og sýna jöfnum höndum list eftir leikna sem lærða og má líta mikla breidd á sýningum safnsins. Á safninu er alþýðulist sem og framsækin nútímamyndlist sýnd án aðgreiningar en sú stefnumörkun sem safnið setur sér snýst um gæði og einlægni

Gestasýnendur með sérsýningar árið 2017 eru fjölmargir.
Á sýningu eftir listamanninn Dieter Roth er lögð áhersla á hið barnslega í verkum hans, uppátæki, myndir sem hann teiknaði með báðum höndum samtímis, og rýnt er í sjálfsmyndir hans. Á sýningunni eru verk í eigu safnsins sem og 27 verk sem fengin voru að láni frá Nýlistasafnið (The Living Art Museum). Til að varpa skýrari ljósi á innihald sumra verkanna var afráðið að kynna gifsdýr eftir nemendur yngstu bekkja Grenivíkurskóla, og slá áfram þann barnslega tón sem sumum finnst þeir heyra óm af í verkum Dieters Roth.

Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir sýnir verkið Flæðilína – 2017 en verkið er unnið sérstaklega fyrir Safnasafnið og tileinkað stofnendum þess.

Birta Gudjonsdottir, en verk hennar ber titilinn Táknskilningur og er unnin sem leið til aukinnar skynjunar á tengslum tákna, táknhelgi og líkamans.

Harpa Björnsdóttir sýnir verkið FÓRN. Verkið er hugleiðing um karlmennskuna og þær fórnir sem stundum er færðar í nafni hennar.

Sýning Sigríðar Ágústsdóttur og Ragnheiðar Þóru Ragnarsdóttur ber nafnið Vorlaukar og sýna þær leirverk, málverk og ljósmyndir.
Matthías Rúnar Sigurðsson & Þorvaldur Jónsson eru af yngstu kynslóð myndlistarmanna og eru báðir úr Reykjavík. Á sýningu þeirra er stillt saman höggmyndum úr íslensku grágrýti og litríkum málverkum á krossvið.

Að venju efnir Safnasafnið til samstarfs við grunn­ og leikskóla við Eyjafjörð, að þessu sinni Valsárskóla og leikskólann Álfaborg á Svalbarðsströnd, og Grenivíkurskóla. Verkefnið er sameiginlegt og heitir Gæludýr. Þetta samstarf er hugsað til að efla listrænan áhuga og hugmyndaflug barnanna frá unga aldri, en einnig er safninu heiður og ánægja af þátttöku þeirra, lífsgleði og sköpunarkrafti.

Safnasafnið er í samstarfi við hátíðina List án landamæra eins og oft áður, þar sem lærðir og sjálflærðir listamenn mætast í frjóu samstarfi. Í ár eru sýnd verk eftir 
Friðrik Hansen. Á sýningunni eru útsöguð og máluð tréverk og málverk eftir Friðrik úr safneign Safnasafnsins. 

Á hlaðinu tekur endurreistur Safnvörður Huglistar á móti gestum og Kölski og Kristur Ragnars Bjarnasonar í andyrinu.

í verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar &�Co. Sýningin í ár er helguð formæðrum og íslenska kvenbúningnum. Þar má sjá skautbúning, fagurlega útsaumaðan af Ragnhildi Helgadóttur, gifsafsteypur af fólki í þjóðbúningum eftir Elísabetu Geirmundsdóttur og leirverk eftir Láru Kristínu Samúelsdóttur sem sýna konur í ýmsum útgáfum af kvenbúning. Ragnhildur Stefánsdóttir á í samtali við kvenbúninginn með ljósmyndaverki og Guðbjörg Ringsted í málverki, og sama gerir textílverk eftir Gjörningaklúbbinn . Auk þess eru sýndar klippimyndir eftir Þóreyju Jónsdóttur sem og nokkur sýnishorn íslenska búningsins og ljósmyndir af formæður sem bera hann. Í innra rými búðarinnar má sjá blýantsteikningar úr safneign eftir Ásu Ketilsdóttur, sem voru unnar um miðja síðustu öld. 

Í bókastofu Safnasafnsins eru í ár sýnd verk úr safneign. Eftir HuldaVilhjálmsdóttur eru sýnd málverk, teikningar, bókverk og keramik, en auk þess eru myndverk eftir Erlu Þórarinsdóttur, Bjargeyju Ingólfsdóttur og Hálfdán Björnsson.

Í Safnasafninu er starfrækt fræðimanns¬ íbúð. Íbúðin er 67 m2, með sérinngangi og útbúin húsgögnum og eldunaraðstöðu. Fræðimenn hafa aðgang að bókasafni og rannsóknum Safnasafnsins skv. samkomulagi. Auk þess að þjóna sem fræðimannsíbúð geta áhugasamir leigt íbúðina allt árið um kring, nánari upplýsingar eru á vefsíðu safnsins, www.safnasafnid.is

Opnunartími
10.00 - 17.00 frá 14. maí til 3. september 2017 / tekið er á móti hópum með fyrirvara meðan veður leyfir.

AÐGANGUR:
1000 kr. Fullorðnir
800 kr. Fólk eldra en 67
800 kr. Fatlaðir einstaklingar
800 kr. Hópar [15 fullorðnir gestir +] ef hver greiðir fyrir sig 
700 kr. Hópar [15 fullorðnir gestir +] ef greitt er í einu lagi fyrir alla
Frítt fyrir börn yngri en 16 ára [afsáttur fyrir hjón með marga unglinga]
Innifalið í verði: sýningarskrá og einfaldar veitingar
Fyrirspurnir í síma 461-4066 / safngeymsla@simnet.is  www.safnasafnid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband