Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri

adalsteinn-thorsson-vefur

Laugardaginn 6. maí kl. 15 opnar Aðalsteinn Þórsson sýninguna Einkasafnið, maí 2017 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Um er að ræða langtímaverkefni sem staðið hefur yfir frá 2002 þar sem Aðalsteinn safnar því sem til fellur eftir eigin neyslu, eða sýnir heimildir um neysluna. Sýningin er því stöðutaka í maí 2017.

Aðalsteinn Þórsson nam við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síðan starfað sem myndlistarmaður, lengst af í Rotterdam, en flutti síðastliðið vor heim í Eyjafjörðinn. Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Í fyrra birti hann á bloggsíðunni teikningadag2016.blogspot.com nýja teikningu á hverjum degi allt árið um kring.

Sýningin stendur til sunnudagsins 28. maí og verður opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


///

Aðalsteinn Þórsson
The Personal Collection, May 2017
Akureyri Art Museum, Ketilhús

May 6áµ—Ê° - 28áµ—Ê° Aðalsteinn Þórsson (born 1964) studied at The School of Visual Arts in Akureyri and later in the Netherlands, where he graduated with a Master of Arts degree from the Dutch Art Institute, in 1998. He has worked since as an artist in Rotterdam, but moved home to Eyjafjörður last spring. Aðalsteinn is known for his use of diverse materials and work methods. Last year he published on his blog www.teikningadag2016.blogspot.com, one drawing per day, the whole year around.

Aðalsteinn titles this exhibition The Personal Collection, May 2017. It is a long-term project which started in 2002, where Aðalsteinn collects casual leftovers from his personal consumption, or shows documents of the consumption. The exhibition is the status check for May 2017.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband