Vorsýning Skógarlundar í Deiglunni

17862527_428242514195025_3244937545255166957_n

Undanfarin ár höfum við verið með sýningar á verkum sem unnin eru af notendum sem eru í þjónustu í Skógarlundi.

Þessar sýningar hafa verið í tengslum við List án landamæra og hafa sýningarnar verið í Pennanum Eymundsson.

Að þessu sinni breytum við til. Við verðum með sjálfstæða sýningu í Deiglunni laugardaginn 6. maí.

 

Sýning verður á verkum notenda þjónustu Skógarlundar, laugardaginn 6. maí í Deiglunni.

Sýningin verður opin frá kl. 14:00 til kl. 17:00.

Verkin sem verða sýnd eru unnin með ýmsum hætti. Um er að ræða leirmyndir, myndir unnar á við, málverk, þæfðar myndir og útsaumur.

Falleg verk og mörg óvenjuleg.

Sjón er sögu ríkari. Lítið endilega við í Deiglunni á laugardaginn.

Verið hjartanlega velkomin.

https://www.facebook.com/events/445052209165579


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband