Gústav Geir Bollason sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

18216571_1311649822244953_7985988804196418124_o

Laugardaginn 6. maí 2017 kl. 15.00 - 17.00 opnar Gústav Geir Bollason sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Gústav Geir Bollason Býr og starfar á Hjalteyri við Eyjafjörð, þar sem að hann hefur jafnframt umsjón með listamiðstöð í gömlu síldarverksmiðjunni. Hann lærði myndlist við MHÍ Reykjavík, Magyar KépzÅ‘művészeti Egyetem Budapest 89-90 og við ENSAPC Paris/Cergy. Hann hefur sýnt á Íslandi, í Evrópu og í Ameríku bæði í myndlistarrýmum og á kvikmyndahátíðum. Kvikmyndin Carcasse sem að var frumsýnd í Rotterdam í Janúar 2017 verður sýnd á Kinodot Experimental Film Festival í Saint Petersburg 20-21 maí næstkomandi.

Verk Gústavs Geirs Bollasonar taka helst á sig form teikninga, umsköpunar á fundnum hlutum, og kvikmynda. Krókleiðis stefnir hann saman aðferðum og viðfangsefnum svo að úr verður skáldskapur – útfærsla á raunveruleikanum. Til þess að prófa skynjunina á umhverfinu og gefnum hugmyndum um það.

«Speed-ups» eru lúnir skúlptúrar. Mekanismi eða nokkurskonar stundaglös sem að hafa virkni en þarfnast afskipta áhorfenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband