Hjördís Frímann opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni

17917505_774695162689758_3257051168363132486_o

Hjördís Frímann opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 22. apríl 2017 klukkan 14 til 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin er einnig opin frá 14 til 17 sunnudaginn 23. apríl og helgina 29. og 30. apríl.
Á sýningunni er Hjördís með innsetningu með rúmlega þrjátíu teikningum sem allar eru unnar út frá einni og sömu teikningunni, andlitsmynd af stúlku eftir hana sjálfa.
Hjördís er myndlistarmaður og leikskólakennari, fædd á Akureyri 1954 og flutti á heimaslóðir árið 2008. Hún lauk myndlistarnámi frá Museum of Fine Arts í Boston árið 1986 og hefur málað síðan, mest með akrýl, en einnig í olíu. Hjördís er spunamálari og yfir verkum hennar er einhver ævintýrakenndur blær. Litagleðin er alltaf til staðar og leikur með form og liti, en teikningin er jafnan sterkur þáttur í málverkum hennar. Þetta er hins vegar fyrsta sýning hennar sem er alfarið helguð teikningum. Teikningarnar á þessari sýningu eru allar unnar út frá einni einfaldri andlits teikningu, sem hún færir í mismunandi búning og nýtir meðal annars tölvu- og prenttækni í leik með útfærslur.

https://www.facebook.com/events/835914809899614


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband