Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, með síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu

large_ingibjorg-sigurdardottir

Þriðjudaginn 21. mars kl. 17-17.40 heldur Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Fjölskylduarfleið: ljósmyndir, frásagnir og erfiminni. Aðgangur er ókeypis. 

Fjölskyldan er ein af grundvallarstoðum samfélagsins og innan hennar viðgengst ákveðin menning sem lítur að sameiginlegum uppruna, minningum og viðhaldi hefða. Með aukinni  almenningseign á myndavélum hafa ljósmyndir farið að leika stærra hlutverk í þessu samhengi. Í fyrirlestrinum fjallar Ingibjörg um fjölskyldumenningu og sameiginlegar minningar í sambandi við ljósmyndir og frásagnir þeim tengdum í samhengi við eigin fjölskyldusögu þar sem amma hennar og nafna, Ingibjörg Steinsdóttir, leikkona (1903-1965), gegnir aðalhlutverki. 

Ingibjörg Sigurðardóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hún hefur kennt við Háskólann á Akureyri í yfir tíu ár, bæði innan félagsvísinda- og lagadeildar og kennaradeildar. Síðustu ár hefur hún einkum kennt íslensku sem annað mál og íslenskar bókmenntir fyrir erlenda skiptinema við skólann. Í rannsóknum sínum hefur hún aðallega beint sjónum að æviskrifum og notkun persónulegra heimilda. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Þetta er síðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins, en fyrirlestraröðin hefst að nýju í september næstkomandi.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband