Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

17264767_1913321548905411_1128135944706222888_n

Karólína Baldvinsdóttir

Týningin sem sýnist

17. - 26. mars 2017 

Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti, Akureyri

Karólína Baldvinsdóttir opnar myndlistasýninguna ,,Týningin sem sýnist" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudagskvöldið 17. mars kl. 20.

Á sýningunni eru olíumálverk, sem unnin voru á síðastliðnu ári og áttu að sýnast í desember s.l., þá undir nafninu Er það? En þar sem farangurinn týndist í flugi varð ekkert úr því þá, en nú er sýningin hins vegar komin í leitirnar, hefur tekið stakkaskiptum og nafnaskiptum og nefnist nú Týningin sem sýnist, með leyfi frá mismælandanum Samúel Lúkasi. Verkin eru túlkun höfundar á samtímanum á ýmsum snertiflötum og tilfinningarófum.

Karólína Baldvinsdóttir er listakona, kennari, hjúkrunarfræðingur, mamma og ýmislegt annað. Hún er fædd og uppalin að mestu á Akureyri, en hefur, eftir að uppeldi lauk, farið víðar til dvalar og starfa. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2014 og hefur síðan þá tekið þátt í og staðið fyrir ýmsum einka- og samsýningum og verkefnum, auk þess að vera ein af stofnendum Rótar á Akureyri, sem haldin hefur verið undanfarin 3 ár. Undanfarin ár hefur Karólína verið búsett í Barcelona á Spáni, með fjölskyldu sinni, þar sem þessi sýning varð til.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og stendur til 26. mars.

https://www.facebook.com/events/1258126430889325


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband