6.3.2017 | 17:20
Aðalsteinn Þórsson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu
Þriðjudaginn 7. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Tvær hliðar: Um Einkasafnið og Mynd dagsins. Þar fjallar Aðalsteinn um tvö verkefni sem hann hefur unnið að undanfarið: annars vegar Einkasafnið, sem verður sýning hans í Listasafninu, Ketilhúsi í maí næstkomandi, og hins vegar Verk dagsins, en það verkefni snérist um að birta daglega eina nýja teikningu á bloggsíðunni teikningadag2016.blogspot.com allt árið 2016.
Aðalsteinn Þórsson nam við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síðan starfað sem myndlistarmaður, lengst af í Rotterdam, en flutti síðastliðið vor heim í Eyjafjörðinn. Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.
http://www.listak.is/is/frettir/frettasafn/thridjudagsfyrirlestur-adalsteinn-thorsson
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.