Rebekka Kühnis með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

large_rebekka-k-nis

Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 kl. 17-17.40 heldur svissneska myndlistarkonan Rebekka Kühnis Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Snoring in the Emptiness – Swiss Artists in Iceland. Þar mun hún fjalla um áhrif Íslands í verkum svissneskra samtímalistamanna, einna helst Roman Signer. Aðgangur er ókeypis. 

Rebekka Kühnis lauk diplómanámi í myndlist og hönnun árið 2002 frá Hochschule der Künste í Bern í Sviss. Undanfarið ár hefur hún kennt myndlist og þýsku við Menntaskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem leiðsögumaður hjá SBA Norðurleið. Samhliða kennslustörfum vinnur Rebekka að eigin listsköpun og hefur reglulega tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband