Immo Eyser og Katinka Theis með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

16715930_1384343821587456_5245361431351777616_o

Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17-17.40 halda þýsku listamennirnir Immo Eyser og Katinka Theis Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Various Forms of Spatial Perception. Aðgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestrinum munu þau ræða um listsköpun sína sem m.a. rýnir í stórbrotna eiginleika landslags og arkitektúrs í gegnum collage-myndir, innsetningar og vídeóverk. 

Katinka Theis (f. 1975) stundaði listnám við Alanus lista- og félagsfræðiháskólann í Bonn og kláraði mastersgráðu frá Weissensee listaskólanum.  Immo Eyser (f. 1969) lagði stund á listnám og menningarkennslu við Alanus lista- og félagsfræðiháskólann í Bonn. Auk þess að vera vídeólistamaður kennir hann í listasmiðjum í Berlín. Þau búa bæði og starfa í Berlín. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Rebekka Kuhnis, Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband