Alana LaPoint sýnir Töfruð djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri

16602079_1375614795793692_4534379537205419962_o

Laugardaginn 11. febrúar kl. 15 opnar Alana LaPoint sýninguna Töfruð djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. LaPoint er að mestu leyti sjálfmenntaður listamaður sem hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á heimaslóðum sínum í Vermont í Bandaríkjunum á síðustu tíu árum. Alana vann undir leiðsögn abstraktmálarans Galen Cheney 2007-2009.

„Þetta landslag sem má sjá á sýningunni varð til vegna löngunar til að tjá þá hrifningu sem ég upplifi þegar ég stend í fjöruborðinu,“ segir LaPoint. „Frá því sjónarhorni er ég ákaflega meðvituð um samtengingu alheimsins. Um ímyndunarafl mitt leika lausum hala sögur af fólki og lífverum sem lifa og deyja í þessu vatni og fylla mig bæði af tilfinningu fyrir smæð minni, og óviðjafnanlegri friðsæld. Ég reyni að miðla skynhrifunum gegnum þessi málverk og gera þau aðgengileg áhorfendum. Efni til listsköpunar, ein og sér, veita mér mikinn innblástur því möguleikarnir eru svo margir. Linnulaust kanna ég eiginleika litarefna og málningar og elti uppi nýjar aðferðir og tækni. Þessi óseðjandi forvitni og fróðleiksfýsn veitir mér innblástur, jafn takmarkalausan og hafið.“

Sýningin stendur til 26. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis. 

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband