Tilraunastofa Dunnu í Mjólkurbúðinni

16422733_10154202109657231_103400575783087260_o

Tilraunastofa Dunnu er sýning Unnar Óttarsdóttur og Dagrúnar Matthíasdóttur opnar í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 11.febrúar kl. 17.30.

Er þetta rétt?
Er þetta vísindalega sannað?

Verkið Tilraunastofa Dunnu fjallar um ryþma og samspil Dagrúnar og Unnar í sameiginlegu rýmisverki þar sem þær vinna með litasamspil og form í endurvarpi. Verkið byggir á og er framhald fyrri verka Unnar sem nefnast Endurvarp og fjalla um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Saman tjá listakonurnar tilraunakennda sköpun sem þær endurspegla hvor frá annarri.

Myndlistakonurnar Dagrún Matthíasdóttir og Unnur Óttarsdóttir hafa unnið og sýnt saman áður í gjörningaþáttökuverki og málverkasýningum. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, og einnig haldið þó nokkrar einkasýningar.

Unnur Óttarsdóttir er myndlistarkona og listmeðferðarfræðingur búsett í Reykjavík. Ásamt því að stunda myndlist vinnur Unnur að rannsóknum og skrifum  um listmeðferð í ReykjavíkurAkademíunni og hafa greinar eftir hana birst í ýmsum ritum á alþjóðlegum grundvelli.

Dagrún Matthíasdóttir er myndlistakona og kennari búsett á Akureyri. Hún hefur verið mjög virk í starfi í listum í tengslum við sýningar og viðburði í listagilinu. Hún er einnig sýningastjóri í Mjólkurbúðinni sem er sýningarými staðsett í sama húsi og Listasafnið á Akureyri.

Tilraunastofa Dunnu er aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni.
Opið laugardag kl. 17:30 - 20:00
og sunnudag kl. 14-17.

https://www.facebook.com/events/1304660052953567


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband