30.1.2017 | 15:51
Opinn fundur um viðburði og hátíðir sumarsins
Opinn fundur þar sem farið verður yfir breytingar á viðburðum sumarsins á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu verður haldinn í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16.30-17.30 í Listasafninu, Ketilhúsi. Allir velkomnir.
Síðustu vikur hefur ráðgjafahópur komið saman til að ræða um breytingar á viðburðum sumarsins sem eru á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu. Þetta var gert að beiðni stjórnar Akureyrarstofu eftir umræðu og mat á hátíðahöldum síðasta sumars.
Búið er að leggja nýjar skýrar línur sem byggja að sumu leyti á gömlum grunni. Lagt er upp með eftirfarandi breytingar:
- Áhersla er lögð á þrjár afmarkaðar hátíðir auk námskeiða. Listasumar hættir í núverandi mynd en þess í stað lögð áhersla á Jónsmessuhátíð sem sólarhringslangan en stóran viðburð og eflingu A! Gjörningahátíðar.
- Hægt verður að sækja um verkefnastyrki vegna þátttöku á Jónsmessuhátíðinni líkt og var á Listasumri.
- Sumarnámskeið og listasmiðjur sem áður voru á Listasumri verða nú í ágúst og afraksturinn sýndur á Akureyrarvöku. Hægt verður að sækja um styrki fyrir námskeiðunum.
- Gjörningalistahátíðin A! fær aukið fjármagn til dagskrárgerðar og verður færð á næsta ári yfir í októbermánuði þannig að lofti betur um bæði hana og Akureyrarvöku.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.