Georg Óskar sýnir í Listasafninu á Akureyri

16251911_1361090967246075_3475613892167981712_o

Laugardaginn 28. janúar kl. 15 verður sýning Georgs Óskars, Fjögur ár, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Á sýningunni má sjá valin verk úr smiðju listamannsins frá 2013 til 2016.

„Yfirlitssýningar listamanna eru gjarnan stórar í sniðum og innihalda mikið úrval verka sem unnin eru á löngu tímabili,“ segir Georg Óskar. „Mér fannst skemmtileg hugmynd að setja núna upp yfirlitssýningu sem spannar aðeins fjögur ár af þeim tólf sem ég hef unnið markvisst að eigin myndlist. Mig langar allavega að sjá eina yfirlitssýningu með verkum mínum, því satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvort ég verði vitni að þeirri næstu.“

Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi 2016. Hann hefur haldið ellefu einkasýningar og tekið þátt í fimm samsýningum.

Georg Óskar verður með leiðsögn á síðasta sýningardegi, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.15-12.45.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband