Hallgrímur Stefán Ingólfsson opnar sýninguna Ship ohoj í Mjólkurbúðinni

15965486_10154125227937231_7206624249506195922_n

Hallgrímur Stefán Ingólfsson opnar einkasýninguna Ship ohoj í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 14.janúar kl. 14.

Sýningarárið 2017 hefst með tíundu einkasýningu Hallgríms Stefáns Ingólfssonar og málverkasýningu hans Ship ohoj. Sjórinn er honum hugleikinn og kemur oft fyrir í myndum listamannsins þó myndefni hans eru fjölbreytileg.

Hallgrímur sem er kennari við listnámsbraut VMA hefur teiknað og málað frá barnæsku. Hallgrímur er lærður innanhússarkitekt frá Skolen for boligindretning (Det Kongelige Danske Kunstakedemi) í Kaupmannahöfn og nam eitt ár í grafík við sama skóla og er með kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.

Sýning Hallgríms Ship ohoj stendur yfir frá 14.-29.janúar og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi þess utan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband