Nína Tryggvadóttir og Freyja Reynisdóttir í Listasafninu á Akureyri

15875458_1344320685589770_8659406478852496189_o 15941105_1344980105523828_1986753923655381028_n

Árið 2017 verður óvenjulegt ár í Listasafninu á Akureyri þar sem framkvæmdir við efstu hæðina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist því aðallega að því að setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Sýningarárið hefst með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur

Nína Tryggvadóttir
Litir, form og fólk
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 14. janúar - 26. febrúar

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík. Nína vann aðallega með olíu á striga en hún er einnig þekkt fyrir pappírsverk, verk úr steindu gleri, mósaíkverk og barnabækur. Hún var einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar.

Sýningin Litir, form og fólk er unnin í samvinnu við Listasafn Íslands, en í safneign þess eru um 80 verk eftir Nínu frá tímabilinu 1938–1967. Hún er að hluta byggð á sýningunni Ljóðvarp sem sett var upp í Listasafni Íslands 2015, en í tengslum við þá sýningu kom út vegleg bók um Nínu. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum hennar auk greina og viðtala á íslensku og ensku.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.  

https://www.facebook.com/events/250505972047721

Freyja Reynisdóttir
Sögur
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 14. - 26. janúar

Verk Freyju Reynisdóttur (f. 1989) eru unnin í ólíka miðla en fjalla mörg hver um þá þráhyggju mannsins að skilgreina allt og alla, en einnig um þræðina sem við eigum sameiginlega s.s. upplifanir, minni og samskipti. Þessar vangaveltur eru ennþá ofarlega á baugi í sýningunni Sögur þó engin endanleg niðurstaða sé í boði. Erfitt er að sjá fyrir hvað áhorfandinn spinnur út frá frásögn listamannsins, enda er það einstaklingsbundið.

Freyja útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2014 og hefur starfað og sýnt á Íslandi, Danmörku, Spáni, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur rekið sýningarýmið Kaktus auk þess að halda árlega listviðburðinn Rót á Akureyri og tónlistarhátíðina Ym.

https://www.facebook.com/events/163548724129884

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband