14.12.2016 | 11:23
REITIR, sýning og málstofa í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
REITIR í samstarfi við Akureyrarstofu, Listasafnið á Akureyri, Alþýðuhúsið á Siglufirði, Evrópu Unga fólksins og Haack_Marteinsson bjóða þig velkominn á bókaútgáfu REITA
Í tilefni útgáfu bókar Reita, Tools for Collaboration, verður opnuð sýning og málstofa haldin í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi laugardaginn 17. desember kl. 15. Viðburðurinn er öllum opinn, án endurgjalds. Smiðjan Reitir hefur nú verið haldin síðustu fimm sumur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og til að fagna þeim áfanga hefur hópurinn unnið að ítarlegri greiningu á verkefninu. Eftir marga mánaða vinnu er útkoman 448 blaðsíðna bók sem tekur saman öll helstu atriði smiðjunnar og miðlar þeirri þekkingu sem þar hefur orðið til á síðustu árum. Bókin er hagnýtur leiðarvísir að menningartengdu frumkvöðlastarfi og innblástur fyrir alla þá sem eru áhugasamir um lausnamiðað og skapandi starf.
Dagskráin er eftirfarandi:
15.00 Opnun sýningar og bókaútgáfu
15.15 Ávarp ritstjóra
16.00 Málstofa
17.10 Boðið uppá kartöflusúpu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur
Málstofan verður miðuð að einstaklingsframtaki og frumkvöðlastarfi í menningu og þeim verkfærum sem hægt er að beita á þeim grundvelli. Hluti viðburðarins fer fram á ensku.
Málstofan er styrkt af Akureyrarstofu, sem er heimahöfn menningar-, markaðs-, kynningar- og ferðamála hjá Akureyrarbæ. Við þökkum þeim stuðninginn!
ATH: Það er sérstakur útgáfuviðburður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði klukkan 17:00 föstudaginn 16.desember.
https://www.facebook.com/events/1299090130143283
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.