Pamela Swainson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

14955961_1272380039450502_8296800038713948149_n

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17-17.40 heldur Pamela Swainson, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Familiar Strangers. Aðgangur er ókeypis.

Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Fyrirlesturinn er kynning á sjónrænum könnunarleiðangri Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband