Listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri

14516488_1259774974044342_3517151491702264020_n

Sunnudaginn 30. október kl. 15 verður listamannaspjall með Joan Jonas í Listasafninu á Akureyri í tilefni sýninga hennar í Listasafninu á Akureyri og í Listasafni Íslands. Samtalið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Joan Jonas: Artist talk, Sunday October 30th at 3 pm. Scroll down for english.

Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborg sinni New York í Bandaríkjunum. Hún hefur haft víðtæk áhrif á samferðafólk sitt, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Hún starfar sem prófessor emmeritus við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015.

Joan Jonas kom til Íslands á níunda áratug liðinnar aldar og skilaði áhrifunum af þeirri heimsókn í verkinu Volcano Saga, 1985, frásagnarmyndbandi þar sem Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. Verk hennar Reanimation, sem sýnt er í Listasafni Íslands, er sprottið af lestri hennar áKristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness, örstuttri tilvísun skáldsins í Eyrbyggju , lagðri í munn sögumanni og fjallar um það þegar Þórgunna gengur aftur og finnur mjölið í búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutningamenn sína.

Joan Jonas er meðal þeirra listamanna sem fyrstir tóku vídeóvélina í sína þágu. Hún kynntist hinni nýju tækni í Japan árið 1970, þegar fyrstu handhægu upptökuvélarnar voru nýkomnar á markað. Hún hafði þá stundað höggmyndalist í nokkur ár, danslist hjá danshöfundunum Trishu Brown og Yvonne Reiner auk gjörninga, sem hún sviðsetti með margháttaðri notkun spegla sem brjóta upp einhliða skynheim áhorfandans og beina athygli hans í margar áttir samtímis. Grundvöllur Jonas hefur ætíð verið einfaldur þótt útkoman sé margslungin og marglaga. Meðan hún skundar um myrkvað sviðið sem hún byggir gjarnan upp með tjaldi fyrir vídeóvörpun, teiknar myndir beint á vegg, fremur ýmis hljóð með bjöllum, pappírsskrjáfi eða ásláttarbrestum, líður verkið áfram eins og fljót sem kvíslast að ósi. Áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með atburðarásinni sem á sér stað víðsvegar um sviðið.

Íslandstengd verk Joan Jonas eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið Reanimation er sýnt í Listasafni Íslands og verkið Volcano Saga er sýnt í Listasafninu á Akureyri.

Sýningarstjórar eru Birta Guðjónsdóttir, deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Sýningarnar eru samstarfsverkefni safnanna beggja og eru styrktar af sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi og Safnaráði.
---
Joan Jonas (b. 1936) is a pioneer of video and performance art and one of the most acclaimed working artists. She has had a profound impact on her contemporaries and her award-winning work has been the subject of several retrospectives at major art museums. Additionally, she is professor emerita at MIT (Massachussets Institute of Technology).
Joan Jonas represented the US at the Venice Biennale in 2015.

Joan Jonas came to Iceland in the 1980s. Her impressions of the visit inspired Volcano Saga, 1985 - a video made with actress Tilda Swinton in the role of Guðrún Ósvífursdóttir. This close reference to Laxdaela Saga was a prelude to further works by Jonas based on Icelandic literature, both ancient and recent. Reanimation is rooted in her interpretation of Halldór Laxness’ novel Under the Glacier.

Joan Jonas is among the first artists to use the video camera in her works. She discovered the new device on a journey to Japan in 1970 when the Portapak was in its prime. Prior to this, Jonas’ worked in sculpture, took workshops in dance (with such choreographers as Trisha Brown and Yvonne Rainer) and created performances, which she staged with various kind of mirrors, used to divert and splinter the spectator‘s sense of perception. Despite the diversity of her work and variety of mediums, Jonas‘ core remains consistent. During a performance, the audience watches Jonas continuously activate the stage. She interacts with figures in her video projections or intermixes the projections with live drawings made on an overhead projector. She creates noise with bells, rustling paper or percussive instruments. The spectator stays busy, following the scenes as they intuitively flow into each other.

Joan Jonas´s works Reanimation Detail, 2010 / 2012 and Volcano Saga, 1985 are now shown for the first time in Iceland, at the National Gallery of Iceland and the Akureyri Art Museum and are a collaboration of the two art museums. Curators are Birta Guðjónsdóttir and Hlynur Hallsson.

www.listak.is

https://www.facebook.com/events/708747305948923


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband